Fallorka á og rekur fjórar vatnsaflsvirkjanir sem eru Djúpadalsvirkjun l og ll í Eyjafirði og Glerárvirkjun l og II á Akureyri. Fallorka kaupir einnig raforku frá Landsvirkjun og fleiri fyrirtækjum á heildsölumarkaði. Loks kaupir Fallorka raforku frá fimm bændavirkjunum á Norður- og Austurlandi.