Fréttir

23. maí 2023
Helgi Jóhannesson fyrrum forstjóri Norðurorku gaf á dögunum Fallorku málaða mynd af Glerárvirkjun 1. Myndina málaði Jónína Björg Helgadóttir myndlistakona fyrir Helga árið 2013 og hefur hún síðan prítt skrifstofu forstjóra Norðuroku. Þegar myndin var máluð átti Norðurorka virkjunina en hún er nú í eigu Fallorku. Helga fannst því rétt að Fallorka eignaðist myndina nú þegar hann hefur látið af störfum. Fallorka þakkar Helga kærlega fyrir gjöfina.

14. september 2021
Fallorka opnaði nýlega fjórar 2x22 kW hleðslustöðvar á Akureyri. Stöðvarnar eru þær fyrstu sem Fallorka opnar með greiðslulausn Ísorku. Til að nota stöðvarnar þarf annaðhvort að greiða með appi Ísorku í snjallsíma eða greiðslulykli þeirra. Hér eru nánari upplýsingar um appið. Verkefnið er hluti af styrkúthlutun Orkusjóðs og er samstarfsverkefni Fallorku, Vistorku, Norðurorku og Akureyrarbæjar. Rafeyri sá um uppsetningu og tengingar á stöðvunum. Fallorka rekur nú alls fjórar stöðvar á þremur stöðum á Akureyri og geta átta bílar hlaðið á sama tíma. Tvær stöðvar eru við Ráðhúsið, ein við Sundlaug Akureyrar og ein við Amtsbókasafnið. Stöðvarnar verða merktar á næstu dögum samkvæmt nýju ákvæði í umferðarlögum um sérmerkt stæði fyrir rafbíla. Fallorka hefur í hyggju að reisa fleiri stöðvar á starfssvæði sínu enda hefur mikil aukning verið á fjölda rafbíla á Íslandi undanfarin misseri. Hér má nálgast upplýsingar um hleðslustöðvar á Akureyri. Fallorka býður 50% kynningarafslátt á stöðvunum í september.
Eftir P%C3%A9tur+R%C3%BAnar Gu%C3%B0nason
•
21. júní 2021
Árið 2018 var Glerárvikjun II virkjuð. Stöðvarhúsið hefur ekki farið framhjá flestum Akureyringum en það er staðsett við Glerá þorpsmegin, á móti Möl&Sand. Stíflan er þar ofar í Glerárdal en glöggir hafa kannski séð glitta í hana á leið sinni upp Hlíðarfjallsveg.
