FRÓÐLEIKUR

Rafmagnsmælirinn

Hvað telur hann

Nokkur hugtök

  • Rafspenna: Spennu er líkt sem þrýstingi sem getur knúið rafstraum eftir leiðara. Mælieining er Volt, V.
  • Rafstraumur: Straumur er rafeindastreymi í leiðara. Mælieining er Amper, A.
  • Afl: Afl er spenna x straumur. Mælieining er Watt, W.
  • Orka: Orka er aflið x tíminn sem notar það. Mælieining er Wattstund, Wh.
  • Mælieining: 1000 W er jafnt og 1 kW. 1 kW notað í 1 klukkustund er jafnt og 1 kWh.

Rafmagnsmælirinn hjá þér telur kWh.

Hvað færðu fyrir eina KWh?

Þú getur:

  • unnið við tölvuna þína í 10 klst.
  • lesið í 25 klst. við ljós frá 40 W peru.Þú getur poppað í örbylgjuofni í 45 mínútur.
  • ryksugað í 4 klst.
  • þvegið eitt kíló af þvotti í þvottavél.