UM FALLORKU

Fallorka hættir smásölu á rafmagni

1.júlí 2025, gerðu Fallorka og Orkusalan samning um að Orkusalan selji viðskiptavinum Fallorku raforku á hagstæðum kjörum. Viðskiptavinir Fallorku verða ekki fyrir óþægindum við breytingarnar og hafa áfram gott aðgengi að söluaðila rafmagns. 

Hvað þýðir það að Fallorka er að hætta sölu á rafmagni?



Fallorka hefur undanfarin ár átt undir högg að sækja í harðnandi samkeppni á raforkumarkaði og hefur rekstur sölusviðsins verið óhagkvæmur vegna smæðar. Með því að hætta rekstri sölusviðs Fallorku getur félagið einbeitt sér enn frekar að uppbyggingu og rekstri vatnsaflsvirkjana sinna.

Hvað er Orkusalan?


Orkusalan framleiðir og selur rafmagn til heimila og fyrirtækja um allt land. Virkjanir Orkusölunnar eru 6 talsins og þar á meðal Skeiðsfossvirkjun á Norðurlandi ásamt því að reka starfstöð á Akureyri, en þar starfa fjórir starfsmenn.



Orkusalan

  • er í eigu RARIK ohf. sem er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins.
  • kaupir alla raforku af Fallorku og mun tryggja að rafmagnið haldi áfram að streyma til þín.


Hvernig færi ég mig yfir til Orkusölunnar?


Orkusalan býður upp á mismunandi áskriftarleiðir, sem eru sérstaklega aðlagaðar að rafmagnsnotkun hvers viðskiptavinar. SparOrka er ódýrasta leiðin (9,92 kr./kWh).


Þú getur skráð þig í viðskipti við Orkusöluna með því að:


Hvernig færi ég fyrirtækið mitt yfir til Orkusölunnar?


Þú getur skráð fyrirtækið þitt í viðskipti við Orkusöluna með því að:


Fyrirtækjaráðgjafar á fyrirtækjasviði Orkusölunnar búa yfir þekkingu og reynslu á hagnýtingu raforku fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum, munu leitast við að hafa samband við ykkur á næstunni. 

Verð ég áfram hjá Norðurorku?


Já, ef þú ert á dreifiveitusvæði Norðurorku færðu áfram reikning frá þeim fyrir dreifingu rafmagnsins til þín.


Tveir rafmagnsreikningar berast þér

  • einn fyrir dreifingu
  • annar fyrir sölu


Dreifing raforku er sérleyfisháð og er hver og einn raforkunotandi bundinn ákveðinni dreifiveitu. Í raforkulögum er kveðið á um aðskilnað orkufyrirtækjanna, annarsvegar milli fyrirtækja í framleiðslu og sölu og hinsvegar fyrirtækja í flutningi og dreifingu á rafmagni.

Hverjar eru virkjanir Orkusölunnar


Orkusalan framleiðir raforku í 6 virkjunum víðsvegar um landið. Virkjanir Orkusölunnar eru Lagarfossvirkjun, Grímsárvirkjun, Smyrlabjargárvirkjun, Rjúkandavirkjun, Búðarárvirkjun og síðast en ekki síst Skeiðsfossvirkjun sem er staðsett á Norðurlandi.

Kaupir Orkusalan rafmagn úr virkjunum Fallorku?


Já, Orkusalan og Fallorka gerðu með sér samning um að Orkusalan kaupi alla raforku

sem framleidd er í virkjunum Fallorku næstu árin.

Hver er munurinn á Fallorku og Norðurorku?


Norðurorka er dreifiveita og sér um að dreifa rafmagni á Norðurlandi. Dreifiveitur sjá um að dreifa rafmagni til allra notenda á landinu. Þær hafa einkaleyfi á dreifingu á sínum svæðum og er því ekki hægt að skipta um dreifiveitu.


Fallorka hefur hingað til verið raforkusali, líkt og Orkusalan, sem sér um að selja notendum rafmagn. Fallorka er að hætta sem raforkusali en mun halda áfram að framleiða raforku í virkjunum sínum.

Mun ég fá tvo rafmagnsreikninga?


Já, þú munt fá tvo rafmagnsreikninga

  • einn fyrir dreifingu
  • annan fyrir sölu.


Dreifing raforku er sérleyfisháð og er hver og einn raforkunotandi bundinn ákveðinni dreifiveitu. Í raforkulögum er kveðið á um aðskilnað orkufyrirtækjanna, annarsvegar milli fyrirtækja í framleiðslu og sölu og hinsvegar fyrirtækja í flutningi og dreifingu á rafmagni.

Hvað kostar að kaupa rafmagn af Orkusölunni?


Orkusalan býður upp á mismunandi orkuleiðir en ódýrasta leiðin er SparOrka á 9,92 kr./kWh. Samkvæmt síðustu verðskrá Fallorku var verð þeirra 11,94 kr./kWh. Við hvetjum þig að skoða þær orkuleiðir sem eru í boði hjá Orkusölunni en þú getur skráð þig í SparOrku og fengið stuðið á okkar besta verði. 9,92 kr.