FRÓÐLEIKUR

Rafmagn

Rafmagn er undraafl sem við eigum að umgangast með gætni og góð umgengni um rafmagnsbúnað og rafmagnstæki er nauðsyn.

Lágspennudreifikerfið er rekið með þriggja fasa riðstraumi samkvæmt staðli um lágspennu. Samkvæmt því skal málgildi spennu á afhendingarstað í enda heimtaugar vera:

  • 230 V á milli fasa og N-leiðara og 400 V á milli fasa í þriggja fasa, fjögurra leiðara kerfum.
  • 230 V á milli fasa í þriggja fasa, þriggja leiðara kerfum.
  • Spenna á afhendingarstað má vera á bilinu +6% til -10% miðað við ofangreind málgildi.

Góð ráð í umgengni við rafmagn

  • Verið á varðbergi gagnvart lausum eða trosnuðum leiðslum, brotnum klóm og öðrum rafbúnaði. 
  • Það er góð regla að taka allar lausar leiðslur úr sambandi eftir notkun, sama gildir um brauðrist, kaffivél, hrærivél og hitakönnur.
  • Birgið ekki ljós með brennanlegu efni.
  • Reynið aldrei að ná brauðsneið úr ristinni með hníf eða gaffli án þess að taka fyrst brauðristina úr sambandi.
  • Munið að straumur er enn á tæki þó að slökkt hafi verið á því með fjarstýringu. 
  • Gerið ekki sjálf við raftæki, leitið til fagmanns. 
  • Öll raftæki eiga að vera CE- merkt.
  • Gætið þess að tæki sem eiga að vera jarðtengd séu með jarðtengda kló og sett í samband við jarðtengdan tengil.
  • Gætið þess að prófa lekastraumsrofann á rafmagnstöflunni einu sinni á ári.
  • Góð útilýsing er mikilvægt öryggistæki.

Rafmagnsleysi

Er orsökin innandyra eða hjá veitufyrirtækinu? Séu nærliggjandi hús myrkvuð er orsökin hjá veitufyrirtækinu. Hægt er að tilkynna bilanir til veitunnar.
             
Ef allt virðist í lagi utandyra skaltu
athuga rafmagnstöfluna.

  • Lekastraumsrofinn getur hafa slegið út, ef svo er skaltu setja hann hægt inn aftur.
  • Ef það tekst ekki skaltu slökkva á öllum öryggjum og setja hann síðan hægt inn aftur.
  • Ef ekki tekst nú að setja lekastraumsrofann inn þarftu að fá rafvirkja.
  • Ef rofinn aftur á móti tollir inni skaltu setja eitt og eitt öryggi inn í einu þar til þú kemur að biluninni. 
  • Hafðu nú öryggið sem bilunin var á úti og settu allt annað inn.
  • Bilunin er á þeim hluta hússins sem er straumlaus og gæti hún verið í rafmagnstæki sem tengt er við þann hluta.


Lekastraumsrofinn (aðalrofinn)

  • slær út ef rafmagn leiðir til jarðar í húsinu
  • en öryggin ef bilun verður á milli fasa.


Oft verður bilun samtímis til jarðar og á milli fasa og slá þá bæði lekastraumsrofinn og öryggið út í einu. Við innanhúss bilanir er það yfirleitt á verksviði rafvirkjameistari að ábyrgjast viðgerðir.

Framkvæmdu aldrei eigin viðgerðir á rafmagni, nema þú sért fullkomlega fær um það.

Raforkunotkun

Raforkunotkun eykst sífellt á meðalheimili. Sem dæmi um aukna notkun má nefna tölvunotkun, brauðvélar, vatnsrúm, stóra skjái og fleira.

Ljósgjafar:  Raforkunotkun á heimili er um 16%. Rétt val á ljósgjafa er mikilvægt. Gætið þess að lampabúnaðurinn dragi ekki um of úr birtu og notið ekki stærri perur en þið þurfið. Notið flúorpípur þar sem þess er kostur. Ljósir litir á herbergjum og hreinir lampar spara lýsingu. Slökkvið þegar það á við. Látið ekki loga ljós að óþörfu.

Sparperur: gefa álíka mikið ljós og glóperur sem nota um fimm sinnum meira rafmagn. Vandaðar sparperur eiga að endast í meira en 8.000 klukkustundir og þola 20.000 kveikingar.

Eldavélin: Raforkunotkun á heimili er um 15%. Ósléttur botn á potti eða pönnu veldur um 40% meiri rafmagnsnotkun. Potturinn þarf að vera hæfilega stór og passa á helluna eða hitasvæðið. Munið eftir lokinu því þrefalt meira rafmagn þarf til að elda í opnum potti en lokuðum.

Örbylgjuofninn: Raforkunotkun á heimili er um 4%. Orka og tími sparast þegar matreitt er í örbylgjuofni. Það þarf um 30% minni orku til að matreiða kartöflur í örbylguofni en á eldavél.

Kaffivélin: Raforkunotkun á heimili er um 4%. Orka og tími sparast þegar matreitt er í örbylgjuofni. Það þarf um 30% minni orku til að matreiða kartöflur í örbylguofni en á eldavél.

Þvottavélin:  Raforkunotkun á heimili er um 10%. Það kostar álíka mikið að þvo lítinn og mikinn þvott. Hafið því hæfilegt magn af þvotti í vélinni. Hafið ekki hærra hitastig en þörf er á og sleppið forþvotti ef það er hægt. Vélar sem taka inn heitt vatn nota minna rafmagn en þær sem taka aðeins inn kalt vatn.

Frystikista og frystiskápur:  Raforkunotkun er um 12%.  Passið   að kæliristin á bakhlið kistunnar sé hrein og að loft geti leikið um hana til kælingar.

  • Innilokuð kælirist getur valdið allt að 30% meiri rafmagnsnotkun.
  • Reynið að hafa frystikistuna á köldum stað því hún notar um 5% minna rafmagn fyrir hvert stig sem um hverfishitinn lækkar. 
  • Hæfilegt hitastig í kistunni er um mínus 18-19 gráður á C,
  • rafmagnsnotkun eykst um 5% fyrir hvert stig sem hitinn er lægri. Tóm kista notar jafn mikið rafmagn og full.

Kæliskápur: Raforkunotkun á heimili er um 18%. Gætið þess að kæliristin á bakhlið kæliskápsins sé hrein og að loft geti leikið um hana til kælingar.

  • Innilokuð kælirist getur valdið allt að 10% meiri rafmagnsnotkun.
  • Hæfilegt hitastig í kæliskápnum er um 4-5 gráður á C og eykst rafmagnsnotkunin um 4% fyrir hvert stig sem hitinn er lækkaður.
  • Skápa sem ekki eru með sjálvirka afhrím

Sjónvarp og myndbandstæki: Raforkunotkun á heimili er um 4%. Sjónvarp notar rafmagn þó slökkt sé á því með fjarstýringu og getur sú notkun verið frá 30 til 160 kWh á ári. Slökktu því á sjónvarpinu þegar það er ekki í notkun. Sama gildir um myndbandstækið.

Gleymd notkun:  Mörg tæki nota rafmagn þótt þau séu ekki í gangi. Þetta eru tæki sem búin eru fjarstýringu, einnig tæki eins og loftnetsmagnarar, spennar, klukkur í tækjum eins og eldavélum, örbylgjuofnum, útvarpi o.fl.

Notkun er áætluð með hliðsjón af algengum notkunarvenjum.

Vissir þú að:

  • lekastraumsrofinn á rafmagnstöflunni slær út þegar rafmagn leiðir til jarðar í húsinu?
  • öryggin á rafmagnstöflunni slá út þegar skammhlaup verður á milli fasa í raflögninni eða í tæki?
  • vatn má aldrei komast í raflögn eða inn í rafmagnstæki?
  • rafsegulsvið frá hrærivél í eldhúsi er svipað og frá spennistöð?
  • rafsegulsvið frá 220.000 V háspennulínu með 100.000 kW álagi er um 0,02 mikrotesla í 200 metra fjarlægð eða jafn mikið og frá reiðhjóli með ljósum?
  • flestir spennupúlsar sem trufla rafeindabúnað verða til í sömu raflögn og rafeindabúnaðurinn er tengdur við?
  • með þekkingu, árvekni og aðgæslu er hægt að koma í veg fyrir flest slys og flesta bruna sem rekja má til rafmagns?