VIRKJANIR

Glerárvirkjun II

New Paragraph

Endurvirkjun Glerár 2004 og 2005

Fallorka gangsetti nýja 3,3 MW vatnsaflsvirkjun í Glerá ofan Akureyrar í október 2018. Stöðvarhús virkjunarinnar er í Réttarhvammi við Hlíðarfjallsveg en stífla sex kílólmetrum ofar á Glerárdal. 

Raforka frá virkjuninni streymir beint inn á dreifikerfi Norðurorku á Akureyri. Framboð á raforku á Akureyri hefur því aukist með tilkomu virkjunarinnar en jafnframt hefur staðan batnað á Eyjafjarðarsvæðinu í heild, þar sem háspennulínur Landsnets inn á svæðið eru fullnýttar og öll viðbótar-orkuframleiðsla á svæðinu léttir á kerfinu.

Virkjunin er tæknilega mjög vel útbúin og getur framleitt rafmagn þótt allar háspennulínur til Eyjafjarðar detti út, eins og gerðist til dæmis í miklu óveðri í september 2012.

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í september 2013 að virkjunin yrði reist, og studdu allir flokkar í bæjarstjórn málið.

  • Samningur Fallorku og Akureyrarbæjar kveður á um að Fallorka geri göngustíg frá stöðvarhúsi og alla leið upp að stíflunni.
  • Þar verður enn fremur gerð ný göngubrú yfir Glerá og opnast þannig áhugaverð hringleið fyrir útivistarfólk.
  • Raforkuframleiðsla nýju virkjunarinnar og virkjana Fallorku í Djúpadal samsvarar u.þ.b. notkun allra heimila á Eyjafjarðarsvæðinu.