VIRKJANIR

Djúpadalsvirkjanir

Fallorka rekur tvær virkjanir í Djúpadal í Eyjafirði, um 20 km sunnan við Akureyri.

Djúpadalsvirkjun 1 var tekin í notkun í mars 2004. Stöðvarhús hennar er við Eyjafjarðarbraut vestari hjá Samkomugerði. Þar eru tvær Francis-vélar af gerðinni WKV sem skila 900 kW hvor eða samtals 1800 kW. Fallhæð er 56 metrar og lengd þrýstipípu er 950 metrar. Stíflan er steinsteypt, um 12 metra há og 40 metra breið. Inntakslón er lítið eða 2 hektarar og því of lítið til að nýtast til umtalsverðrar vatnsmiðlunar.

Samanlögð ársframleiðsla Djúpadalsvirkjana 1 og 2 er um 18 GWst. Raforkan er leidd til Akureyrar um jarðstreng sem er í eigu Fallorku og Norðurorku, og tengist inn í spennistöð Norðurorku við Þingvallastræti.

Samanlögð ársframleiðsla Djúpadalsvirkjana 1 og 2 er um 18 GWst. Raforkan er leidd til Akureyrar um jarðstreng sem er í eigu Fallorku og Norðurorku, og tengist inn í spennistöð Norðurorku við Þingvallastræti.