FRÓÐLEIKUR

Raforkumarkaðurinn

Sama fyrirtæki má ekki bæði framleiða og selja raforku og flytja og dreifa henni.

Raforkumarkaðurinn samanstendur af fjórum meginskrefum. Þau eru:

Framleiðsla – Flutningur – Dreifing – Sala

Framleiðsla

Raforkuframleiðandinn framleiðir og selur raforkuna í samkeppni við aðra raforkuframleiðendur.

Flutningur

Landsnet hefur einkaleyfi á flutningi raforkunnar frá virkjunum til dreifiveita.

Dreifing

Fyrirtæki með tiltækt einkaleyfi dreifa orku á ákveðnum svæðum.

Sala

Fyrirtæki kaupa raforku af framleiðendum og selja til viðskiptavina sinna.

Árið 2003 samþykkti Alþingi ný raforkulög á Íslandi í þeim tilgangi að búa til meiri samkeppni innan raforkusölunnar og framleiðslu. Sama fyrirtæki má því ekki framleiða og selja raforku annars vegar og flytja og dreifa henni hins vegar. Til gamans má nefna að þessi lög urðu til þess að Fallorka varð til.

Hver dreifiveita fær raforkuna frá flutningskerfi Landsnets og dreifir henni, á sínu dreifiveitusvæði. Sölufyrirtækin selja raforkuna síðan til endanlegra notenda. Notendur borga því til dreifiveitu þess svæðis sem þeir búa á en geta síðan keypt raforku af þeim raforkusala sem þeim sýnist.