Orka

Þegar almennt er talað um orku er mest notast við heitin stöðuorka og hreyfiorka.

Stöðuorka er í stuttu máli vinna þess krafts sem þarf til þess að færa hlut sem áður var stöðugur. Hreyfiorka er orkan sem hluturinn öðlast þegar hann er hreyfður. Hreyfiorkan er háð hraða hlutar. Hún er því engin á meðan hluturinn er stöðugur.

Auk hreyfiorku og stöðuorku má nú einnig nefna raforku. Á Íslandi er raforka framleidd í miklu magni, með því að nýta stöðuorkuna í náttúrunni. Þetta er að mestu gert með vatnsafli, þar sem Ísland er mjög vatnsríkt land.

Vatnsaflsvirkjanir er því að finna víða um landið. Þar er stöðuorku vatnsins breytt í hreyfiorku innan túrbína virkjananna sem er síðan breytt í raforku. Þá er raforkan síðan flutt til dæmis til heimila og fyrirtækja á landinu.

Á sama hátt má breyta vindorku í raforku, með hjálp frá vindmyllum. Vindorkan hreyfir spaða vindmyllanna og breytir því stöðuorku spaðanna í hreyfiorku. Innan vindmyllanna er síðan rafall sem breytir hreyfiorkunni í raforku.

Þegar þetta er skrifað eru þó eingöngu tvær vindmyllur virkar á Íslandi. Þær eru í eigu Landsvirkjunar og staðsettar norðan við Búrfell. Þó stendur til að reisa fleiri, t.d. stendur Fallorka fyrir að reisa vindmyllur í Grímsey og ef allt gengur eftir á það verkefni að byrja sumarið 2021.

Með því að nýta náttúruna á þennan hátt erum við að framleiða heilmikið af grænni orku. Dæmi um orku sem er ekki græn er til dæmis efnaorka. Efnaorka er til dæmis í eldsneyti. Hún var ríkjandi í að búa til raforku og er enn víða í heiminum, hér á landi er hún hins vegar mest notuð til að knýja áfram ökutæki. 

Svæði

Skrifstofa fallorku

Opið alla virka daga frá 8-16

Lokað um helgar.