Djúpadalsvirkjun

Fallorka rekur tvær virkjanir í Djúpadal í Eyjafirði, um 20 km sunnan við Akureyri.

Djúpadalsvirkjun 1 var tekin í notkun í mars 2004. Stöðvarhús hennar er við Eyjafjarðarbraut vestari hjá Samkomugerði. Þar eru tvær Francis-vélar af gerðinni WKV sem skila 900 kW hvor eða samtals 1800 kW. Fallhæð er 56 metrar og lengd þrýstipípu er 950 metrar. Stíflan er steinsteypt, um 12 metra há og 40 metra breið. Inntakslón er lítið eða 2 hektarar og því of lítið til að nýtast til umtalsverðrar vatnsmiðlunar.

Djúpadalsvirkjun 2 var tekin í notkun í febrúar 2006. Stöðvarhús hennar er í landi Syðra-Dalsgerðis, um 5 km ofar en Djúpadalsvirkjun 1. Þar er ein Francis-vél af gerðinni VA-Tech og er 910 kW. Fallhæð er 40 metrar og lengd þrýstipípu er 1050 metrar. Stíflan er með steinsteyptu yfirfalli, 20 metra breiðu og um 16 metra háu. Til beggja hliða er jarðvegsstífla með þéttikjarna og grjótvörn. Árið 2019 var yfirfall hækkað um 1,2 metra með stálboga. Flatarmál inntakslóns er á bilinu 20 til 45 hektarar eftir vatnsstöðu. Lónið nýtist til miðlunar á vatni frá hausti og fram á vetur fyrir báðar Djúpadalsvirkjanir.

Samanlögð ársframleiðsla Djúpadalsvirkjana 1 og 2 er um 18 GWst. Raforkan er leidd til Akureyrar um jarðstreng sem er í eigu Fallorku og Norðurorku, og tengist inn í spennistöð Norðurorku við Þingvallastræti.

Djúpadalsvirkjun

Francis túrbínur í stöðvarhúsi Djúpadalsvirkjunar 1.

Djúpadalsvirkjun

Djúpadalsvirkjun

Djúpadalsvirkjun

 

 

Svæði

Skrifstofa fallorku

Opið alla virka daga frá 8-16

Lokað um helgar.