Rafmagn

Lágspennudreifikerfið er rekið með þriggja fasa riðstraumi samkvæmt staðli um lágspennu.
Samkvæmt því skal málgildi spennu á afhendingarstað í enda heimtaugar vera:

  • 230 V á milli fasa og N-leiðara og 400 V á milli fasa í þriggja fasa, fjögurra leiðara kerfum.
  • 230 V á milli fasa í þriggja fasa, þriggja leiðara kerfum.
  • Spenna á afhendingarstað má vera á bilinu +6% til -10% miðað við ofangreind málgildi.

Umgengni við rafmagn
Rafmagn er undraafl sem við eigum að umgangast með gætni og góð umgengni um rafmagnsbúnað og rafmagnstæki er nauðsyn.

Góð ráð:

  • Verið á varðbergi gagnvart lausum eða trosnuðum leiðslum, brotnum klóm og öðrum rafbúnaði. 
  • Það er góð regla að taka allar lausar leiðslur úr sambandi eftir notkun, sama gildir um brauðrist, kaffivél, hrærivél og hitakönnur.
  • Birgið ekki ljós með brennanlegu efni.
  • Reynið aldrei að ná brauðsneið úr ristinni með hníf eða gaffli án þess að taka fyrst brauðristina úr sambandi.
  • Munið að straumur er enn á tæki þó að slökkt hafi verið á því með fjarstýringu. 
  • Gerið ekki sjálf við raftæki, leitið til fagmanns. 
  • Öll raftæki eiga að vera CE- merkt.
  • Gætið þess að tæki sem eiga að vera jarðtengd séu með jarðtengda kló og sett í samband við jarðtengdan tengil.
  • Gætið þess að prófa lekastraumsrofann á rafmagnstöflunni einu sinni á ári.
  • Góð útilýsing er mikilvægt öryggistæki.

 
 Rafmagnsleysi
Er orsökin innandyra eða hjá veitufyrirtækinu? Séu nærliggjandi hús myrkvuð er orsökin hjá veitufyrirtækinu. Hægt er að tilkynna bilanir til veitunnar.
               
Ef allt virðist í lagi utandyra skaltu athuga rafmagnstöfluna. Lekastraumsrofinn getur hafa slegið út, ef svo er skaltu setja hann hægt  inn aftur. Ef það tekst ekki skaltu slökkva á öllum öryggjum og setja hann síðan hægt inn aftur. Ef ekki tekst nú að setja lekastraumsrofann inn þarftu að fá rafvirkja. Ef rofinn aftur á móti tollir inni skaltu setja eitt og eitt öryggi inn í einu þar til þú kemur að biluninni.   Hafðu nú öryggið sem bilunin var á úti og settu allt annað inn. Bilunin er á þeim hluta hússins sem er straumlaus og gæti hún verið í rafmagnstæki sem tengt er við þann hluta.

Lekastraumsrofinn (aðalrofinn) slær út ef rafmagn leiðir til jarðar í húsinu, en öryggin ef bilun verður á milli fasa. Oft verður bilun samtímis til jarðar og á milli fasa og slá þá bæði lekastraumsrofinn og öryggið út í einu.


Bilanir innanhúss eru oftast á verksviði rafvirkjameistara.
GERÐU EKKERT NEMA ÞAÐ SEM ER ÖRUGGLEGA Á ÞÍNU FÆRI!



Raforkunotkun

Raforkunotkun eykst sífellt á meðalheimili. Sem dæmi um aukna notkun má nefna tölvunotkun, brauðvélar, vatnsrúm, stóra skjái o.fl.

Ljósgjafar
Raforkunotkun þeirra á heimili er um 16%

Rétt val á ljósgjafa er mikilvægt. Gætið þess að lampabúnaðurinn dragi ekki um of úr birtu og notið ekki stærri perur en þið þurfið.   Notið flúorpípur þar sem þess er kostur. Ljósir litir á herbergjum og hreinir lampar spara lýsingu. Slökkvið þegar það á við. Látið ekki loga ljós að óþörfu.
               
Sparperur
Sparperur gefa álíka mikið ljós og glóperur sem nota um fimm sinnum meira rafmagn. Vandaðar sparperur eiga að endast í meira en 8.000 klukkustundir og þola 20.000 kveikingar.

Eldavélin
Raforkunotkun hennar á heimili er um 15%
Ósléttur botn á potti eða pönnu veldur um 40% meiri rafmagnsnotkun. Potturinn þarf að vera hæfilega stór og passa á helluna eða hitasvæðið. Munið eftir lokinu því þrefalt meira rafmagn þarf til að elda í opnum potti en lokuðum.

Örbylgjuofninn
Raforkunotkun hans á heimili er um 4% 
Orka og tími sparast þegar matreitt er í örbylgjuofni. Það þarf um 30% minni orku til að matreiða kartöflur í örbylguofni en á eldavél.
           
Kaffivélin
Raforkunotkun hennar á heimili er um 2%
Kaffivélin notar minna rafmagn við að laga kaffi en hraðsuðuketill,  en gætið þess að nota ekki kaffivélina til að halda kaffinu heitu heldur hitakönnu.

Þvottavélin
Raforkunotkun hennar á heimili er um 10%
Það kostar álíka mikið að þvo lítinn og mikinn þvott. Hafið því hæfilegt magn af þvotti í vélinni. Hafið ekki hærra hitastig en þörf er á og sleppið forþvotti ef það er hægt. Vélar sem taka inn heitt vatn nota minna rafmagn en þær sem taka aðeins inn kalt vatn.
                
Þurrkarinn
Raforkunotkun hans á heimili er um 12%
Vindið þvottinn vel áður en hann er settur í þurrkarann. Setjið hæfilegt magn af þvotti í þurrkarann og notið sparnaðarstillingu þegar það er hægt. Hreinsið lósíuna eftir hverja notkun.
                
Uppþvottavélin
Raforkunotkun hennar á heimili er um 11%
Fyllið uppþvottavélina og notið sparnaðarhnappinn eins oft og kostur er. Vélar sem taka inn heitt vatn eru hagkvæmari en þær sem taka aðeins inn kalt vatn.
                
Frystikistan
Frystiskápurinn
Raforkunotkun frystikistu/-skáps er um 12%
Gætið þess að kæliristin á bakhlið kistunnar sé hrein og að loft geti leikið um hana til kælingar. Innilokuð kælirist getur valdið allt að 30% meiri rafmagnsnotkun. Reynið að hafa frystikistuna á köldum stað því hún notar um 5% minna rafmagn fyrir hvert stig sem um hverfishitinn lækkar.     Hæfilegt hitastig í kistunni er um mínus 18-19 gráður á C, rafmagnsnotkun eykst um 5% fyrir hvert stig sem hitinn er lægri. Tóm kista notar jafn mikið rafmagn og full.

Kæliskápurinn 
Raforkunotkun hans á heimili er um 8%
Gætið þess að kæliristin á bakhlið kæliskápsins sé hrein og að loft geti leikið um hana til kælingar. Innilokuð kælirist getur valdið allt að 10% meiri rafmagnsnotkun. Hæfilegt hitastig í kæliskápnum er um 4-5 gráður á C og eykst rafmagnsnotkunin um 4% fyrir hvert stig sem hitinn er lækkaður. Skápa sem ekki eru með sjálvirka afhrímingu þarf að þíða reglulega. Athugið einnig þéttleika á hurð.
     
Sjónvarp
myndbandstæki
Raforkunotkun þeirra á heimilum er um 4%
Sjónvarp notar rafmagn þó slökkt sé á því með fjarstýringu og getur sú notkun verið frá 30 til 160 kWh á ári. Slökktu því á sjónvarpinu þegar það er ekki í notkun. Sama gildir um myndbandstækið.

Gleymd notkun
Mörg tæki nota rafmagn þótt þau séu ekki í gangi. Þetta eru tæki sem búin eru fjarstýringu, einnig tæki eins og loftnetsmagnarar, spennar, klukkur í tækjum eins og eldavélum, örbylgjuofnum, útvarpi o.fl.

Notkun er áætluð með hliðsjón af algengum notkunarvenjum.

Ein KWh

  • Hvað færðu fyrir eina KWh?
    • Þú getur unnið við tölvuna þína í 10 klst.
    • Þú getur lesið í 25 klst. við ljós frá 40 W peru.
    • Þú getur poppað í örbylgjuofni í 45 mínútur.
    • þú getur ryksugað í 4 klst.
    • Þú getur þvegið eitt kíló af þvotti í þvottavél.

Veistu:

  • Að lekastraumsrofinn á rafmagnstöflunni slær út þegar rafmagn leiðir til jarðar í húsinu?
  • Að öryggin á rafmagnstöflunni slá út þegar skammhlaup verður á milli fasa í raflögninni eða í tæki?
  • Að vatn má aldrei komast í raflögn eða inn í rafmagnstæki?
  • Að rafsegulsvið frá hrærivél í eldhúsi er svipað og frá spennistöð?
  • Að rafsegulsvið frá 220.000 V háspennulínu með 100.000 kW álagi er um 0,02 mikrotesla í 200 metra fjarlægð eða jafn mikið og frá reiðhjóli með ljósum?
  • Að flestir spennupúlsar sem trufla rafeindabúnað verða til í sömu raflögn og rafeindabúnaðurinn er tengdur við?
  • Að með þekkingu, árvekni og aðgæslu er hægt að koma í veg fyrir flest slys og flesta bruna sem rekja má til rafmagns?

Svæði

Skrifstofa fallorku

Opið alla virka daga frá 8-16

Lokað um helgar.