Um Fallorku

Fallorka selur raforku til heimila, fyrirtækja og stofnana um allt land.

Fallorka var stofnað árið 2002. Fyrirtækið er að fullu í eigu Norðurorku, sem rekur raf-, hita-, vatns- og fráveitu á Akureyri og víðar á Eyjafjarðarsvæðinu.

Fyrsta verkefni Fallorku var að byggja tvær vatnsaflsvirkjanir í Djúpadalsá í Eyjafirði, Djúpadalsvirkjanir I og II. Djúpadalsvirkjun I var virkjuð árið 2004 og hefur hún 1,8 MW afl. Djúpadalsvirkjun II var síðan virkjuð tveimur árum síðar, árið 2006, en hún hefur um 0,9 MW afl.

Árið 2018 festi Fallorka síðan kaup á Glerárvirkjun I, en hún var áður í eigu Norðurorku, og lauk við byggingu á nýrri vatnsaflsvirkjun í Glerá ofan Akureyrar sem nú hefur fengið nafnið Glerárvirkjun II.

Fallorka stendur nú einnig fyrir fleiri virkjunarkostum í nágrenni Akureyrar, m.a. Djúpadal, þar sem Orkustofnun hefur gefið formlegt rannsóknarleyfi. Einnig hefur Fallorka verið að skoða möguleika á beislun vindorku og er útlit fyrir þeim möguleika ansi gott.

Árið 2007 hóf fallorka raforkusölu á almennum markaði um land allt. Fallorka leitast við að veita viðskiptavinum sínum bæði góða þjónustu og hagkvæmt verð á rafmagni. Einnig er lögð rík áhersla á stöðugar umbætur í rekstri. Þótt virkjanir Fallorku séu ekki stórar þá hefur afhending á raforku til viðskiptavina aldrei brugðist vegna bilana eða vatnsleysis. Þetta stafar af baksamningum Fallorku við stóra og öfluga samstarfsaðila, Landsvirkjun og Landsnet.

Svæði

Skrifstofa fallorku

Opið alla virka daga frá 8-16

Lokað um helgar.