Fréttir

Almennt raforkuverð lækkar

Stjórn Fallorku hefur ákveðið að lækka verð á raforku til almennings um áramót þannig að nýtt verð frá 1. janúar 2021 er 6,52 kr/Kwst auk vsk. þ.e. 8,08 kr/kWst með vsk. Þrátt fyrir að vísitala neysluverðs hafi hækkað um 3,6% á síðustu 12 mánuðum er ekki þörf á að hækka raforkuverð til samræmis og eru á því tvær skýringar. Annars vegar hefur raforkuframleiðsla í virkjunum Fallorku í Djúpadalsá og í Glerá gengið vel og hins vegar standa vonir til að heildsöluverð á raforku frá Landsvirkjun muni hækka lítið eða ekkert á þessu ári. Við vonum að þetta komi sér vel fyrir þau rúmlega sjö þúsund heimili á Akureyri og nágrenni sem kaupa rafmagn frá Fallorku.

Stöðvarhús Glerárvirkjunar 2


Svæði

Skrifstofa fallorku

Opið alla virka daga frá 8-16

Lokað um helgar.