Fréttir

Fallorka fær listaverk að gjöf

Helgi Jóhannesson fyrrum forstjóri Norðurorku gaf á dögunum Fallorku málaða mynd af Glerárvirkjun 1. Myndina málaði Jónína Björg Helgadóttir myndlistakona fyrir Helga árið 2013 og hefur hún síðan prítt skrifstofu forstjóra Norðuroku. Þegar myndin var máluð átti Norðurorka virkjunina en hún er nú í eigu Fallorku. Helga fannst því rétt að Fallorka eignaðist myndina nú þegar hann hefur látið af störfum. 

Fallorka þakkar Helga kærlega fyrir gjöfina. Á myndinni má sjá Jónínu Björgu listakonu og Andra framkvæmdastjóra Fallroku taka við gjöfinni frá Helga


Svæði

Skrifstofa fallorku

Opið alla virka daga frá 8-16

Lokað um helgar.