Fréttir

Nýjar hleðslustöðvar fyrir rafbíla

Fallorku finnst mikilvægt að stuðla að orkuskiptum í samgöngum og vinnur að uppsetningu nýrra hleðslustöðva fyrir rafbíla. 

Frá árinu 2020 hefur Fallorka átt og rekið eina 2x22 kW hleðslutöð við Ráðhús Akureyrar. Reksturinn hefur gengið vel og stöðin verið vel nýtt. Í samstarfi við Vistorku er stefnt að opnun þriggja nýrra 2x22 kW stöðva í júní 2021. Stöðvarnar verða, við Sundlaug Akureyrar, Amtsbókasafnið og einni stöð verður bætt við við Ráðhúsið svo þar verða tvær stöðvar. Stöðvarnar eru frá Ísorku og eru rafbílaeigendur hvattir til að sækja app Ísorku til að nýta sér stöðvar, en einnig er hægt að greiða beint með greiðslukorti við stöðvarnar. 

Á vef Vistorku má finna ýmsan fróðleik um rafbíla. 


Svæði

Skrifstofa fallorku

Opið alla virka daga frá 8-16

Lokað um helgar.