Fréttir

Súlur Vertical

Súlur Vertical
Mynd fengin af Akureyri.net

Nú á laugardaginn næsta, 31. júlí, verður ræst út í Súlur Vertical hlaupið í fyrsta skipti í 2 ár, en vegna covid varð að fella niður hlaupið fyrir ári. Súlur Vertical var fyrst haldið árið 2016 og hefur verið haldið ár hvert síðan, að undanskildu 2020.

Þrjár hlaupaleiðir eru í boði í hlaupinu en þær eru 55 km (ultra), 28 km og 18 km. Fyrir lengri tvö hlaupin fást ITRA stig, fyrir 55 km hlaupið fást 3 ITRA stig og fyrir 28 km fæst 1 ITRA stig. ITRA (International Trail Running Association) stig fást fyrir hvert hlaup sem hlaupari fer og er mismunandi fjöldi stiga í boði eftir erfiðleikastigi hlaupsins, mest er hægt að fá 6 stig.

Fallorka er stoltur styrkaraðili Súlur vertical en allar leiðir eru ræstar frá Kjarnaskógi, fara að sjálfsögðu upp á eða að Súlum. Á leiðinni í mark fara þær svo allar eftir stígnum norðan Glerár sem kenndur hefur verið við Fallorku og framhjá stöðvarhúsi nýju Glerárvirkjunar.

Fyrir nánari upplýsingar má kíkja á heimasíðu Súlur Vertical.


Svæði

Skrifstofa fallorku

Opið alla virka daga frá 8-16

Lokað um helgar.